Við endurnýjun námaleyfis Kísiliðjunnar, fékk ríkisstjórnin þrjá viðurkennda óháða erlenda vísindamenn til að ræða við rannsakendur og heimamenn. Útkoman varð að hvorki væri hægt að kenna Kísiliðjunni né mengun af mannavöldum um sveiflurnar í lífríkinu.

Jón Kristjánsson hefur undanfarið útskýrt fyrir okkur, hvernig lífríkið við Mývatn breytist í gegn um árin.

„Nýlega kynnti ég enn einu sinni þá tilgátu að sveiflurnar í lífríki vatnsins tengdust ofmergð fiskjar, hornsíla og stundum bleikju. Fiskurinn raskaði jafnvægi fæðupýramídans með því að ofbeita krabbadýrin, sem nærast á grænþörungum þannig bláþörungarnir gætu tekið yfir og vatnið lægi golgrænt eftir.“

Hafi hann þökk fyrir. Við viðurkennum skammsýni okkar.

Að sjálfsögðu voru viðbrögð okkar flestra, að huga að fráveitu málum við Mývatn, og áburðar mengun frá búskap, að ógleymdri Kísiliðjunni.

Rétt var að hyggja að öllum möguleikum.

Við lifum flestir í nútíðinni og höfum takmarkaða yfirsýn í tímanum, oftast aðeins nokkur ár.

Þegar reynt er að breyta nústaðreynda trú okkar í nýja og réttari nústaðreynda trú, er gott að horfa í gömlu bókina.

Í gömlu bókinni er sagt, Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur.“

Æskilegt, vegna eðli mannsins.

Okkur sýnist að þetta sé í þessa áttina.

Óæskilegt, vegna eðli mannsins.

Ég segi að þetta sé svona.

000

Þegar börn ráðast á sér greindara barn á skólalóðinni erum við að vissu leyti að horfa upp á svipaðar kenndir og í sínu uppmagnaðasta og ljótasta formi valda þjóðarmorðum.

Jónas Gunnlaugsson | 2. september 2016

000

Greind

Jónas Gunnlaugsson | 10. nóvember 2013

000

Höfundur

Jón Kristjánsson

Fiskifræðingur, fæddur 1943. Starfað sjálfstætt frá 1986. Heimasíða: jonkr.mmedia.is Póstfang: jonkr hjá mmedia.is

11.5.2016 | 20:11

Vandamál Mývatns, hvernig væri að gá undir stólinn?

Fyrirsögnin höfðar til þess að á umliðnum árum virðist sem mörgum tillögum að skýringum á þörungaplágunni í Mývatni hafi verið stungið undir stól.

Mikil þörungaplága ríkir í vatninu, kúluskíturinn horfinn, botninn eins og eyðimörk og hornsílin horfin, er niðursoðin lýsing á ástandinu. Ekki eru menn vissir um hvað valdi en bent er á aukin umsvif mannsins og aukna ákomu næringarefna af þeim sökum. Sem dæmi um hugmyndafátæktina hafa menn miklar áhyggjur af því að hornsílin séu horfin, en eins og síðar verður bent á leika þau afar mikið hlutverk í vatninu og gætu jafnvel verið höfundar og stjórnendur atburðarrásarinnar.

Sveiflur hafa verið í lífríki Mývatns í marga áratugi og deilt hefur verið um orsakirnar. Löngum var Kísiliðjunni kennt um svo og mengun af mannavöldum. Nú er Kísiliðjan löngu farin og á er þá kennt um gömlum áhrifum svo og mengun af manna völdum þó nýútkomin skýrsla sýni að hún sé ekki nema um 1% af heildar ákomunni. Öðrum tilgátum sem skýra mættu sveiflurnar hafa verið hafnað af rannsóknaraðilum, RAMÝ og líffræðistofnun HÍ.

Árið 1998, í tengslum við endurnýjun námaleyfis Kísiliðjunnar, fékk ríkisstjórnin þrjá viðurkennda óháða erlenda vísindamenn til að fara yfir tiltæk rannsóknargögn og ræða við þá sem tengdust rannsóknum svo og heimamenn. Skýrslu var skilað í ársbyrjun 2000. Í henni kom m.a. fram að hvorki væri hægt að kenna Kísiliðjunni né mengun af mannavöldum um sveiflurnar í lífríkinu á neinn afgerandi hátt. Skýringa yrði að leita annars staðar.

Niðurstaðan var túlkuð á mismunandi hátt og voru sumir afar óánægðir.

Þremenningarnir settu fram fleiri kenningar og lögðu fram tillögur að rannsóknaráætlunum sem myndu svara ýmsum spurningum og leiða til meiri skilnings á eðli sveiflanna. Ekki hef ég orðið var við að farið hafi verið eftir tillögunum og skýrslan virðist nú grafin og gleymd.

000

Niðurstöður fyrir mývatn hornsíli

3 bloggfærslur fundust

Mývatn orðið tært og lífríkið í stuði. Hvernig skyldi standa á því?

Jón Kristjánsson | 5. september 2016

Já það var einmitt það. Niðursveiflunni í Mývatni lokið. Engar skýringar gefnar aðrar að sveiflan sé þekkt. Hvar er nú klóakkmengunin sem allt var að drepa í fyrra? Er hún horfin? Snemma í vor spáði ég því, að væru hornsílin horfin, yrði vatnið tært í

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn í afneitun

Jón Kristjánsson | 12. júní 2016

Nýlega kynnti ég enn einu sinni þá tilgátu að sveiflurnar í lífríki vatnsins tengdust ofmergð fiskjar, hornsíla og stundum bleikju. Fiskurinn raskaði jafnvægi fæðupýramídans með því að ofbeita krabbadýrin, sem nærast á grænþörungum þannig bláþörungarnir

Hvað er til ráða í Mývatni? Setja út regnbogasilung

Jón Kristjánsson | 25. maí 2016

Umræðan um Mývatn er einsleit, og einskorðast við að skolpmengun og áburðarnotkun eigi sök á því að vatnið hafi verið golgrænt af þörungum undanfarin ár. Þó nýjar rannsóknir sýni að einungis 1-2% af innstreymi næringarefna komi frá athöfnum mannsins,

000

Egilsstaðir, 19.09.2016 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband